Home » Fréttir » Jafnréttisáætlun Þorbjarnar hf. 2021 – 2024    Search
31

Jafnréttisáætlun Þorbjarnar hf. 2021 – 2024

1
Jafnréttisáætlun Þorbjarnar hf. 2021 – 2024
Tilgangur og markmið
Jafnréttisáætlun Þorbjarnar hf. er unninn í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan
rétt kynjanna. Tilgangur jafnréttisáætlunar er að tryggja fyllsta jafnrétti á vinnustaðnum með það að
markmiði að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi
sér stað þannig að hver einstaklingur sé metinn að eigin verðleikum. Á þetta við um alla þætti
starfsemi fyrirtækisins og þætti þar sem hugsanlegrar mismunar gæti gætt vegna kynferðis,
trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, kynhneigðar, litarháttar, efnahags, ætternis,
fötlunar, aldurs og stöðu að öðru leyti. Komi í ljós kynbundin mismunun innan fyrirtækisins verður
henni útrýmt.
Leiðir af markmiðum
Þorbjörn hf. leitast við að gæta jafnréttis við ráðningar í störf og tilfærslur í starfi. Komið er fram við
alla af virðingu og kurteisi og einelti og áreitni er ekki liðin. Þorbjörn hf. gerir starfsmönnum kleift að
samræma vinnu og einkalíf og greiðir sömu laun fyrir jafnt metin eða sömu störf. Öllum
starfsmönnum er jafnframt tryggður jafn aðgangur að menntun og þjálfun.
Launajafnrétti
Það er stefna Þorbjarnar hf. að uppfylla kröfur laga nr. 150/2020 og annarra krafna um að öllum séu
greidd jöfn laun og þau njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt og sambærileg störf þannig að
engin kynbundin launamunur sé til staðar hjá fyrirtækinu. Það gildir jafn um frammistöðu í starfi,
lífeyrisframlag, lengd orlofs eða hvers konar annarra starfskjara sem hægt er að meta til fjár.
2
Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Öll kyn fái greidd sömu
laun og njóti sömu
kjara fyrir sambærileg
og jafnverðmæt störf
Endurskoða stefnu í
jafnlaunamálum.
Stefnan kynnt fyrir
starfsfólki.
Stefnan samþykkt.
Greina laun og fríðindi
starfsmanna til að
kanna hvort um
kynbundinn launamun
er að ræða.
Ef í ljós kemur
mismunur sem reynist
ekki mögulegt að skýra
með öðru en kynferði
þá skal leiðrétta
launamunin.
Endurnýjun
jafnlaunavottun
Stjórnendur
Skrifstofustjóri
Skrifstofustjóri
Skrifstofustjóri
Lokið í ágúst 2021
Lokið í september
2021
Lokið í september
2021
Lokið í september
2021
Ráðningar og starfsþróun
Stefnt er að því að halda sem jöfnustu hlutfalli kynja í hinum ýmsu stöðum innan Þorbjarnar hf. Við
ráðningu nýrra starfsmanna skal því gæta þess að umsóknir séu opnar jafnt körlum sem konum.
Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Að laus störf hjá
Þorbirni hf. skulu
standa opin öllum,
óháð kyni.
Að jafna
kynjahlutfallið í
starfsmannahópnum.
Samantekt á
kynjahlutföllum í
öllum starfshópum. Ef
um ójafnvægi er að
ræða í kynjahlutfalli þá
skal taka tillit til þess
við ráðningar.
Í starfsauglýsingum er
ávallt hvatt fólk óháð
kyni að sækja um
stöðuna.
Skrifstofustjóri
Stjórnendur og
skrifstofustjóri
Lokið í mars ár hvert.
Alltaf þegar starf er
auglýst laust til
umsóknar.

3
Starfsþjálfun og endurmenntun
Allir starfsmenn hafa jafna möguleika til að sækja námskeið og taka þátt í starfsþjálfun.
Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Að tryggja að
endurmenntunarnámskeið, og
starfsþjálfun sé jafn
aðgengileg öllum óháð
kyni.
Greina skal árlega
aðsókn allra í
sambærilegum
störfum í
endurmenntunarnámskeið og í
starfsþjálfun.
Leiðrétta ef fram
kemur óútskýranlegur
munur á sókn á milli
kyna í
endurmenntunarnámskeið og
starfsþjálfun.
Stjórnendur og
skrifstofustjóri
Lokið í apríl ár hvert
Samræming fjölskyldu og atvinnulífs
Þorbjörn hf. skal gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera öllum kleift að samræma starfsskyldur sínar
og ábyrgð gagnvart fjölskyldu. Þorbjörn hf. vill stuðla að því að starfsfólk geti fundið gott jafnvægi
milli starfs og fjölskylduábyrgðar. Þessar ráðstafanir skulu miða að því að auka sveigjanlegan
vinnutíma eða annan sveigjanleika til að jafnvægi náist. Taka skal tillit bæði til fjölskylduaðstæðna
starfsmanna og þarfa fyrirtækisins. Þar með talið að starfsmenn eigi auðveldara með að koma til
starfa eftir fæðingarorlof, foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna óviðráðanlegra og brýnna
fjölskylduaðstæðna.
Jöfn ábyrgð beggja foreldra er mikilvæg og stuðlar að jöfnuði á öðrum sviðum samfélagsins.
Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs gegnir mikilvægu hlutverki þar.
Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Að vera
fjölskylduvænn
vinnustaður
Að koma á kerfi
sveigjanlegs og
fyrirsjáanlegs
vinnutíma.
Vinnutími sé
fyrirsjáanlegur, svo
hægt sé að samhæfa
fjölskyldulíf og starf.
Daglegir stjórendur Kynning fari fram við
upphaf starfs og við
breytingar í starfi.
Að tryggja að báðir
foreldrar nýti þann
rétt sem þeir eiga
varðandi foreldra- og
fæðingarorlof og leyfi
vegna barna.
Kynna fyrir starfsfólki
og verðandi foreldrum
réttindi og skyldur
þeirra.
Daglegir stjórnendur
skrifstofustjóri
Við upphaf starfs og á
innra neti
fyrirtækisins.
4
Kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni
Koma skal fram við allt starfsfólk af virðingu og kurteisi og stuða þannig að vinsamlegu og jákvæðu
andrúmslofti í samfélagi vinnustaðarins. Einelti og önnur áreitni, svo sem kynbundin og kynferðisleg,
verður undir engum kringumstæðum umborin. Meðvirkni starfsmanna í slíkum tilvikum er jafnframt
fordæmd. Þorbjörn hf. ber ábyrgð á því að koma í veg fyrir að starfsfólk verði fyrir kynbundnu ofbeldi,
kynbundinni og/eða kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum. Stjórnendum ber að skapa vinnuskilyrði
sem bjóð ekki upp á slíkt.
Skilgreining Þorbjarnar hf. á einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á
vinnustöðum er í samræmi við reglugerð nr. 1009/2005, 3 gr.:
Einelti: Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni
verður, svo sem gera lítið út, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða valda honum ótta.
Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.
Kynbundin áreitni: Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og
hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru
ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.
Kynferðisleg áreitni: Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem í óþökk þess sem fyrir henni verður og
hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til
sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin
getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.
Ofbeldi: Hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga
þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis.
Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Að kynbundið ofbeldi,
kynbundin og
kynferðisleg áreitni sé
ekki liðin á
vinnustaðnum.
Að til staðar sé
viðbragðsáætlun sem
tekur á þessum málum
fyrir vinnustaðinn.
Að markvisst sé unnið
að forvörnum.
Fræðsla varðandi
kynbundið ofbeldi,
kyndbundna og
kynferðislega áreitni
fyrir starfsfólk.
Vinna við
viðbragðsáætlun sem
inniheldur
verklagsreglur og
tekur til forvarna.
Viðbragðsáætlun
kynnt fyrir starfsfólki.
Skrifstofustjóri
Skrifstofustjóri
Fræðslufundir þar sem
allir starfsmenn fá boð
um að mæta, árlega á
haustin.
Áætlun er kynnt
nýjum starfsmönnum
við ráðningu og eldri
starfsmönnum á innri
vef fyrirtækisins.
5
Ábyrgð og eftirfylgni
Fara skal yfir niðurstöður allra verkefnanna árlega með stjórnendum, ábyrgðin er hjá
framkvæmdarstjóra, mannauðsdeild og helstu stjórnendum.
Jafnréttisáætlun þessi nær til allrar starfsemi Þorbjarnar hf. Jafnréttisáætlunin mun taka gildi í
september 2021 og verður næst endurskoðuð í ágúst 2024.
Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Að jafnréttisáætlunin
sé í sífelldri þróun og
skili tilætluðum
árangri.
Viðhorfskönnun meðal
starfsfólks með tilliti til
verkefna.
Á þriggja ára fresti,
áður en gildistíma
eldri áætlunar lýkur.

Posted in Uncategorized
Actions: E-mail | Permalink
Þorbjörn hf      Hafnargata 12, 240 Grindavík      Sími: +354 4204400      Kt: 420369-0429