Home » Fyrirtækið » Aðildarfélög    Search

Aðildarfélög

Hér eru nokkur félög sem Þorbjörn hf hefur tekið þátt í að stofna og á hlutdeild í. 

Veiðarfæraþjónusta var stofnuð 1. jan 2002 við sameiningu netagerðar Þorbjarnar hf. og SH Veiðarfæra í Grindavík.
Útgerðarfélögin Þorbjörn hf. og Fiskanes hf., sem síðar sameinuðust, ráku netagerð um áratuga skeið, en SH Veiðarfæri var stofnað 1997 og sérhæfði sig í uppsetningu og viðhaldi dragnóta og ýmissa annarra veiðarfæra.
Reynsla starfsmanna Veiðarfæraþjónustunnar í veiðarfæragerð og sjómennsku er víðtæk og mikil.  

www.veidarfaeri.is

Haustak var stofnað árið 1999 og er í eigu Þorbjarnar hf. og Vísis hf. í Grindavík, en fyrirtækið er stærsta fiskþurrkunarfyrirtæki á Íslandi og sérhæfir sig í þurrkun á ýmsum fiskafurðum.  Haustak er staðsett á Reykjanesi rétt hjá Reykjanesvita. Árið 2006 bættist við fyrirtækið fiskþurrkun sem staðsett er á Egilsstöðum og hefur framleiðslan aukist með því.
Í dag starfa um 50 manns hjá fyrirtækinu og er afurðin mest megnis þurrkuð innandyra í svokölluðum þurrkklefum En einnig er haldið í gömlu góðu tímana og er því hluti framleiðslunnar þurrkaður utandyra á hjöllum.
Nigería er sá markaður sem er hvað stærstur og stöðugastur fyrir þurrkaðan fisk en þangað fer mest allur hluti framleiðslunnar.

www.haustak.is

 Salthreinsun

Í Grindavík er starfrækt salthreinsun undir merkjum Haustaks.  Þar fer fram hreinsun á salti sem notað hefur verið við saltfiskframleiðslu.  Saltið er selt í ýmsa notkun, m.a. í söltun gatna að vetrarlagi.

Codland er fullvinnslufyrirtæki með það að leiðarljósi að efla ímynd haftengdrar starfsemi og hámarka fullnýtingu á fisktengdum afurðum. Hlutverk Codland er að vinna með fyrirtækjum í sjávariðnaði og hvetja til umræðu og samstarfs sem skilar sér í auknu verðmæti afurða. Helstu markmið er að skapa grundvöll fyrir frekari þróun ásamt því að bjóða upp á heilstæðar lausnir og ráðgjöf á sviði fullvinnslu.

Codland skapar sér sérstöðu með því að bjóða upp á lausnir sem byggja m.a. á sérhannaðri verksmiðju sem breytir afgangs hráefni í heilsutengdar vörur ásamt auðlindarsetri sem sérhæfir sig í þróun, rannsóknum og nýsköpun á sjávartengdum vörum.

Fyrsta heildstæða lausnin undir merkjum Codland er að finna í Grindavík. Þar er staðsett heilsuvöruverksmiðja sem nýtir afgangs slóg frá sjávarútvegi og breytir því í hágæða mjöl og hrálýsi ásamt ensímframleiðslu. Við hlið heilsuvörurverksmiðjunar er staðsett þurrverksmiðja Haustaks sem sérhæfir sig í þurrkun á fiskhausum og beingörðum.

Auðlindasetrið er miðstöð þekkingar og þróunar í fullvinnslu í sjávarútvegi. Þar er skrifstofuaðstaða með lifandi kaffistofu fyrir fyrirtæki tengd fullvinnslu.

www.codland.is

 

Klafar ehf

Klafar ehf sjá um uppskipun og útskipun hjá félaginu og öðrum fyrirtækjum, þjónustu við kæligeymslur, brettasmíði og fleira.  

 

Þorbjörn hf      Hafnargata 12, 240 Grindavík      Sími: +354 4204400      Kt: 420369-0429