Home » Fyrirtækið » Jafnlauna- og launastefna    Search

Jafnlauna- og launastefna

 

Jafnlaunastefna Þorbjarnar hf.

Jafnlaunastefnan nær til alls starfsfólks Þorbjarnar hf. og er markmið hennar að tryggja að allt starfsfólk njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Einnig að starfsfólki sé ekki mismunað á grundvelli kyns.

Þorbjörn hf. greiðir laun eftir umfangi og eðli starfa sem taka mið af þeim kröfum sem störf gera. Forsendur launaákvarðana eru að þær eru í samræmi við kjarasamninga og flokkun starfa. Þær eru studdar rökum og tryggja að sömu laun séu greidd fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Einstaklingar skulu fá greitt fyrir störf sín út frá verðmætum starfa óháð kyni. Komi í ljós óútskýrður kynbundinn launamunur skal hann leiðréttur. Nýta ber til jafns þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu og viðhorfum kvenna og karla.

Til þess að fylgja eftir jafnlaunastefnunni skuldbindur fyrirtækið sig til að:

  • Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunastjórnunarkerfi í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85 og öðlast vottun í samræmi við lög 56/2017 um jafnlaunavottun.
  • Framkvæma árlega launagreiningu til að athuga hvort óútskýrður kynbundinn launamunur sé til staðar innan fyrirtækisins.
  • Bregðast við frábrigðum með stöðugum umbótum og eftirliti.
  • Setja fram og rýna jafnlaunamarkmið með rýni stjórnenda.
  • Fylgja lögum, reglum og kjarasamingum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta árlega af yfirstjórn að þeim sé hlítt.
  • Kynna árlega niðurstöður launagreininga fyrir starfsfólki.
  • Stefnan skal kynnt starfsfólki og vera aðgengileg á ytri vef Þorbjarnar hf.

Jafnlaunastefnan er jafnframt launastefna fyrirtækisins.

Samþykkt í mars 2020.

Þorbjörn hf      Hafnargata 12, 240 Grindavík      Sími: +354 4204400      Kt: 420369-0429