Home » Fyrirtækið » Öryggis- og heilbrigðisstefna    Search

Öryggis- og heilbrigðisstefna

Skyldur

Stjórn Þorbjarnar hf. skuldbindur sig að fullu til að tryggja að öll vinna geti farið fram á sem öruggastan hátt og mun leita allra leiða til þess  að fjarlægja, fyrirbyggja og minnka þá hættu sem steðjar að öryggi, heilsu og vellíðan starfsmanna, verktaka, gesta og allra annarra sem kunna að koma að starfsemi fyrirtækisins.  Fyrirtækið mun að fullu framfylgja lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum

Ábyrgðir

Stjórn:

Mun útvega og viðhalda:

 • Öruggu vinnuumhverfi
 • Öryggis og gæðastjórnunarkerfum
 • Vinnustöðvum og áhöldum
 • Starfsmannaaðstöðu
 • Upplýsingum, kennslu, þjálfun og yfirsýn þeirri sem nauðsynleg er til þess að starfsmenn geti unnið verk sín á sem öruggastan hátt
 • Úrvinnslu og umbótum þeirra athugasemda sem berast varðandi öryggis og heilbrigðismál

Starfsmenn:

Sérhver starfsmaður er ábyrgur fyrir:

 • Að framfylgja þeim öryggisreglum sem settar fram eru í þeim tilgangi að minnka líkur á slysum og skemmdum á eigum og búnaði fyrirtækisins og annarra
 • Að hugsa um sitt eigið öryggi sem og öryggi vinnufélaga
 • Að nota öryggisbúnað sem fyrirtækið útvegar starfsmönnum
 • Að fara eftir þeim ábendingum sem yfirmenn gefa varðandi öryggis og heilbrigðismál
 • Að misnota ekki þær öryggisreglur sem í gildi eru
 • Tilkynna öll nær slys og slys til yfirmanna, sama hversu smávægileg þau eru
 • Tilkynna ótryggt ástand til yfirmanna hið fyrsta
 • Viðhalda réttindum til sjós og sækja endurmenntun í samræmi við reglur

Framkvæmd þessarar stefnu

Stjórn Þorbjarnar hf. sækist eftir samvinu allra starfsmanna, viðskiptavina og annarra er aðstarfseminni koma. Við óskum eftir ábendingum varðandi bætt öryggis og heilbrigðismál til þess að bæta megi vinnustaðinn og fækka þar með vinnuslysum eins og kostur er í samráði viðÖryggisstjóra.

Þessi stefna nær til allrar starfsemi fyrirtækisins.
Þorbjörn hf      Hafnargata 12, 240 Grindavík      Sími: +354 4204400      Kt: 420369-0429