|
|
|
Ábyrgar fiskveiðar
Þorbjörn hf tekur þátt í því að vinna að ábyrgri umgengni um auðlind okkar Íslendinga. Vörur okkar eru vottaðar af upprunamerki um ábyrgar fiskveiðar. Vara merkt upprunamerkinu tryggir kaupendum upplýsingum um uppruna vörunnar og að til hennar hafi verið aflað á sjálfbæran og ábyrgan hátt.
Merkið má nota á íslenskar sjávarafurðir sem unnar eru úr afla í íslenskri lögsögu, úr stofnum sem ekki teljast deilistofnar, hvort sem er innan aflamarkskerfis eða utan aflamarks. Það má nota á afla íslenskra fiskiskipa úr deilistofnum sem eru að hluta til innan íslenskrar lögsögu og lúta viðurkenndri heildarstjórnun. Merkið fylgir þannig afurðunum á markað um allan heim og bera kaupendur sjávarafurða ábyrgð á því að eftir reglum sé farið með traustu rekjanleikakerfi.
Vottun á veiðum Íslendinga byggir á viðmiðunarreglum FAO um veiðar úr villtum stofnum og umhverfismerkingar ásamt úttekt viðurkenndrar óháðra vottunaraðila.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|