SuperUser Account posted on október 19, 2018 15:36
×
Mynd af heimasíðu www.royalgreenland.com
Ágætu vinir, 15. október síðastliðinn var undirritaður kaupsamningur vegna kaupa Þorbjarnar hf. á frystitogaranum Sisimiut sem er í eigu Royal Greenland á Grænlandi. Skipið var smíðað í Noregi 1992 fyrir Skagstrending hf á Skagaströnd og hét þá Arnar HU 1 og selt til Grænlands 1996.
Sisimiut er 67 metra langur og 14 metra breiður. Skipið er vel útbúið til
flakavinnslu.
Skipið verður afhent Þorbirni hf. næsta vor og gert út á sama hátt og frystitogarar
fyrirtækisins síðastliðin ár.
Síðastliðin ár hafa farið úr rekstri hjá okkur eitt frystiskip og eitt línuskip og hafa aflaheimildir aukist á síðustu árum. Kvótastaða fyrirtækisins hefur batnað og fellur vel að þessari fjárfestingu.