Gæði
Til að stuðla að öryggi við framleiðslu matvæla fylgjum við HACCP kerfinu. Það stendur fyrir "Hazard Analysis and Critical Control Points" og þýðir "áhættu greining á mikilvægum eftirlitsstöðum". Gengur það út á að skilgreina mikilvæga staði í framleiðslunni og skilgreina eftirlit með þeim og viðbrögð við hverskonar frávikum sem verða og skráningu á þeim.
Til að halda uppi háum gæðastandard höfum við skilgreint mikilvæga þætti í eiginleikum vörunnar og þætti við framleiðsluna, hvernig þeir eru mældir og hvernig beri að bregðast við ef frávik verða. Dæmi um slíkt eru hitastig vörunnar á hinum ýmsu stigum, nýting, snyrting gæðaflokkun og fleira. Mælingar eru framkvæmdar jafnt og þétt í gegnum allt framleiðsluferlið. Eftirlitið snertir framleiðsluna frá veiðum og til kaupanda. Jafnframt vinnum við stöðugt að því að fræða starfsfólk okkar um góða meðferð hráefnisins og vinnum að framþróun í eftirliti og bætingu gæða.